Grænavatn: Jeppamenn verða kærðir
Jeppaeigendurnir úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sem sóttu jeppana í leyfisleysi í gærkvöldi skammt frá Grænavatni verða allir kærðir að sögn lögreglunar í Keflavík fyrir utanvegaakstur og náttúruspjöll. Jeppnarnir höfðu allir verið fastir síðan í fyrrinótt en málið var í rannsókn hjá lögreglu og hafði hún sett bann á að jepparnir yrðu fjarlægðir á meðan rannsókn stóð yfir.Einn maður hafði fengið leyfi til að sækja jeppann sinn. Sá jeppi mun hafa verið lausari enn aðrir. Ennþá er þó einn jeppi á vettvangi og mun hann ekki verða fjarlægður fyrren jarðvegur þornar. Mennirnir fjórir eru sem áður sagði varnarliðsmenn, en einn í hópnum var íslendingur. Meðfylgjandi myndir eru af vettvangi og eru birtar með góðfúslegu leyfi lögreglunar í Keflavík.