Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grænásgatnamótin: Skorað á samgönguyfirvöld á Facebook
Föstudagur 20. febrúar 2009 kl. 15:35

Grænásgatnamótin: Skorað á samgönguyfirvöld á Facebook



Stofnaður hefur verið opinn hópur á Facebook þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að efna strax fyrirheit um úrbætur á hinum illræmdu Grænásgatamótum. Í gær varð þar harður árekstur enn eina ferðina þegar þrír bílar skullu saman. Það einkennir árekstra þessum gatnamótum hversu harkalegir þeir eru með tilheyrandi eignatjóni. Af síðustu 10 slysum sem þarna hafa orðið eru amk fjögur alvarleg. Ekki hefur enn orðið banaslys á þessum slóðum en ljóst er að íbúar Suðurnesja hafa ekki áhuga á að bíða eftir slíku því  yfir 320 manns hafa skráð sig á síðuna síðan í gærkvöld.

Í febrúar á síðasta ári var gert munnlegt samkomulag þess efnis að Reykjanesbær léti hanna og teikna mislæg gatnamót við Grænás. Í hönnuninni yrði sérstaklega gert ráð fyrir gangandi umferð, sem hefur aukist verulega á umræddum gatnamótum með tilkomu nýrra íbúa á gamla varnarsvæðinu og auknu félagsstarfi yngri aldurshópa á svæðinu.
Vegagerðin átti síðan sjá um framkvæmdina. Reykjanesbær hefur staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekkert bólar á framkvæmdum. Á meðan halda slysin áfram.

Í inngangstexta síðunnar segir:
   
„Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur ríkisvaldið ekkert gert til að auka umferðaröryggi á hinum illræmdu Grænásgatnamótum. Þar hafa orðið tugir umferðarslysa, þar af nokkur alvarleg og mikið eignatjón.

Umferð um þessi gatnamót hefur aukist stórlega með tilkomu Keilis og annarar starfsemi á gamla Varnarsvæðinu og því enn brýnna en áður að bætt verði úr.

Við skorum á samgönguyfirvöld og ríkisvaldið að bregast strax við og efna loforð um úrbætur“.


Slóðin á síðuna er:
http://www.facebook.com/photo_search.php?oid=52701718390&view=user#/group.php?gid=52701718390

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg: Enn eitt umferðarslysið varð í gær við Grænás.