Grá jörð á Miðnesheiði 20. maí
Þrátt fyrir að langt sé liðið á maí-mánuð, þá er hvít eða grá jörð á Miðnesheiði staðreynd þann 20. maí 2007 og veðurspáin fyrir mánudaginn 21. maí gerir ráð fyrir skúrum eða éljum.
Í veðurspá Veðurstofu íslands fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn segir:
Suðlæg átt, víða 8-13 m/s og skúrir eða él. Hægari vindur síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Suðlæg átt, víða 5-13 m/s. Skúrir eða él vestantil, rigning á SA-landi, annars úrkomulítið. Skúrir eða él á morgun, einkum S- og V-lands. Hiti 3 til 10 stig. Spá gerð 21.05.2007 kl. 00:45
Mynd: Frá Miðnesheiði þann 20. maí kl. 23:10. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson