Gott veðurútlit fyrir Ljósanótt
Klukkan 9 voru NNA 8 á Garðskagavita og 12 stiga hiti.
Klukkan 6 í morgun var norðaustlæg átt á landinu, yfirleitt 8-13 m/s. Skýjað var á landinu og víða þokusúld eða rigning, einkum norðaustantil. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast við Korpu.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8 m/s og dálítil rigning í fyrstu, en síðan léttskýjað með köflum. Hiti 11 til 16 stig að deginum, en 5 til 10 í nótt.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s, en heldur hvassari norðvestantil og einnig allra syðst í dag. Súld eða dálítil rigning öðru hverju N- og A-lands og með suðurströndinni. Annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Léttir til sunnanlands á morgun. Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast suðvestantil.