Gott samstarf tryggði farsæla björgun
Einn maður bjargaðist í morgun er bátur hans Þjóðbjörg GK-110 tók inn á sig sjó 13 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Nærstaddir bátar náðu til hans í tæka tíð. Gott veður var á svæðinu.
Skipstjóri Þjóðbjargar GK-110 kallaði upp vaktstöð siglinga á rás 16 sem er neyðarútkallsrás skipa um kl. 9:19. Sagðist þurfa aðstoð strax því að leki væri kominn að bátnum. Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra báta og óskaði eftir að þeir héldu í átt til Þjóðbjargar. Sá sem var næstur var 7 sjómílur í burtu frá Þjóðbjörgu og hélt hann þegar af stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein, frá Sandgerði. Einnig var kallað til varðskipsins Ægis sem var statt í norðanverðum Faxaflóa. Reiknað var með að það yrði um einn og hálfan tíma á leiðinni á staðinn.
Báturinn Gunnþór ÞH-75 kom fyrstur að Þjóðbjörgu eða um kl. 9:50 og tveir aðrir bátar um svipað leyti. Var þá skipstjóri Þjóðbjargar kominn í björgunarbúning en ekkert amaði að honum. Skömmu síðar kom þriðji báturinn á staðinn og Lif, þyrla Landhelgisgæslunnar. Fiskibáturinn Óli Gísla var kominn með Þjóðbjörgu í tog um kl. 10:20. Þá var skipstjóri Þjóðbjargar enn í bátnum en í flotbúningi.
Friðrik Höskuldsson stýrimaður/sigmaður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, Lif, tók meðfylgjandi mynd í morgun af Þjóðbjörgu og þeim bátum sem komu að henni.
Friðrik segir að þegar þyrlan kom á svæðið hafi báturinn verið mjög siginn en í lagi með þann eina mann sem var um borð í bátnum. Þrír bátar hafi verið á svæðinu og hafi þeir verið að undirbúa að taka bátinn í tog áleiðis til Sandgerðis. Ætluðu bátarnir að fylgjast að og aðstoða hinn nauðstadda til hafnar. Þyrlan sneri við um tíuleytið þegar ljóst var að skipstjóri Þjóðbjargar var ekki í hættu.
Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Kiddi Lár og Hannes Þ. Hafstein, voru komnir að Þjóðbjörgu um kl. 10:37. Þegar varðskipið Ægir kom á svæðið voru dælur varðskipsins notaðar til að dæla sjó úr bátnum og gekk það vel. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein tók svo Þjóðbjörgu í tog komu bátarnir að bryggju í Sandgerði um kl. 13:17.
Skipverji á björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Kidda Lár, hafði samband við Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eftir að björgun hafði tekist og lýsti ánægju sinni með hversu björgunaraðilar frá Landhelgisgæslunni, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og Vaktstöð siglinga störfuðu vel saman við björgunaraðgerðir. Það hefði tryggt að hægt var að bjarga bátnum til hafnar því að dæla hans hafði ekki undan lekanum og skipti þar sköpum að hægt var að nota dælur varðskipsins.
Skipstjóri Þjóðbjargar GK-110 kallaði upp vaktstöð siglinga á rás 16 sem er neyðarútkallsrás skipa um kl. 9:19. Sagðist þurfa aðstoð strax því að leki væri kominn að bátnum. Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra báta og óskaði eftir að þeir héldu í átt til Þjóðbjargar. Sá sem var næstur var 7 sjómílur í burtu frá Þjóðbjörgu og hélt hann þegar af stað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein, frá Sandgerði. Einnig var kallað til varðskipsins Ægis sem var statt í norðanverðum Faxaflóa. Reiknað var með að það yrði um einn og hálfan tíma á leiðinni á staðinn.
Báturinn Gunnþór ÞH-75 kom fyrstur að Þjóðbjörgu eða um kl. 9:50 og tveir aðrir bátar um svipað leyti. Var þá skipstjóri Þjóðbjargar kominn í björgunarbúning en ekkert amaði að honum. Skömmu síðar kom þriðji báturinn á staðinn og Lif, þyrla Landhelgisgæslunnar. Fiskibáturinn Óli Gísla var kominn með Þjóðbjörgu í tog um kl. 10:20. Þá var skipstjóri Þjóðbjargar enn í bátnum en í flotbúningi.
Friðrik Höskuldsson stýrimaður/sigmaður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, Lif, tók meðfylgjandi mynd í morgun af Þjóðbjörgu og þeim bátum sem komu að henni.
Friðrik segir að þegar þyrlan kom á svæðið hafi báturinn verið mjög siginn en í lagi með þann eina mann sem var um borð í bátnum. Þrír bátar hafi verið á svæðinu og hafi þeir verið að undirbúa að taka bátinn í tog áleiðis til Sandgerðis. Ætluðu bátarnir að fylgjast að og aðstoða hinn nauðstadda til hafnar. Þyrlan sneri við um tíuleytið þegar ljóst var að skipstjóri Þjóðbjargar var ekki í hættu.
Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Kiddi Lár og Hannes Þ. Hafstein, voru komnir að Þjóðbjörgu um kl. 10:37. Þegar varðskipið Ægir kom á svæðið voru dælur varðskipsins notaðar til að dæla sjó úr bátnum og gekk það vel. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein tók svo Þjóðbjörgu í tog komu bátarnir að bryggju í Sandgerði um kl. 13:17.
Skipverji á björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Kidda Lár, hafði samband við Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eftir að björgun hafði tekist og lýsti ánægju sinni með hversu björgunaraðilar frá Landhelgisgæslunni, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og Vaktstöð siglinga störfuðu vel saman við björgunaraðgerðir. Það hefði tryggt að hægt var að bjarga bátnum til hafnar því að dæla hans hafði ekki undan lekanum og skipti þar sköpum að hægt var að nota dælur varðskipsins.