Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gott lóðaframboð og mikil hreyfing í Grindavík
Þriðjudagur 28. febrúar 2017 kl. 09:12

Gott lóðaframboð og mikil hreyfing í Grindavík

„Það hefur verið mikil hreyfing hjá okkur. Bæði í úthlutun lóða og fyrirspurnum. Bara á þessu ári eru við búnir að  úthluta undir fjögur raðhús og tvö lítil fjölbýlishús,“ segir Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Grindavíkurbæjar.
 
„Við stöndum vel skipulagslega séð en það var farið í mikla skipulagsvinnu á fyrirhrunsárunum. Lóðaframboð hjá okkur er einnig mjög gott, við erum með tilbúnar lóðir fyrir rað-, par-, einbýli og fjölbýlishús. Bæði í nýja hverfinu okkar og svo erum við með lóðir í gamla bænum fyrir minni hús í eldri stíl og einnig nóg til af iðnaðarlóðum,“ segir Ármann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024