Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 19. ágúst 1999 kl. 22:01

GOTT ATVINNUÁSTAND Í GRINDAVÍK

Atvinnuástand í Grindavík hefur verið með besta móti það sem af er ári og virðist ekkert lát vera á fjölgun starfa á svæðinu. Mikil fjölgun starfa í ferðaþjónustu skipar þar stóran sess, en opnun nýs baðstaðar við Bláa Lónið skapaði u.þ.b. 30 ný störf í ferðaþjónustu. Ennfremur hefur störfum fjölgað í sjávarútvegi og iðnaði og er svo komið að mikil eftirspurn er eftir menntuðu vinnuafli á þeim sviðum á svæðinu. Atvinnuleysi hefur vart mælst í Grindavík í sumar, en það var lengi vel 0,09% en stendur nú í 0,46% á þeim tíma sem atvinnuástand er vanalega verst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024