Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 26. febrúar 2002 kl. 16:48

Gott ársuppgjör hjá Þorbirni-Fiskanesi

Afkoma útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Þorbjörn-Fiskanes hf. á árinu 2001 var mun betri en búist var við. Hagnaður ársins var 413 milljónir króna en í spám fjármálafyrirtækja sem birtist í Viðskiptablaðinu var að jafnaði gert ráð fyrir um 160 milljóna króna hagnaði. Árið 2000 varð 89 milljóna króna tap af rekstri félagsins.Rekstrartekjur jukust mikið á milli ára og námu alls 4.427 milljónum króna samanborið við 2.618 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir var 1.431 milljón eða sem nemur 32,3% af veltu. Árið 2000 var þetta hlutfall 23,1%. Á fjórða ársfjórðungi 2001 var afkoman enn betri að því er segir í frétt frá Þorbirni-Fiskanesi en þá var hagnaður fyrir afskriftir 514 milljónum króna af 1.238 milljóna króna veltu, eða sem svarar til 41,5% af veltu.

Gengistap félagsins á árinu 2001 nam alls 829 milljónum króna og hagnaður af reglulegri starfsemi var 267 milljónir. Að teknu tilliti til söluhagnaðar hlutabréfa og skipa sem og jákvæðra áhrifa af lækkun tekjuskattshlutfalls var hagnaður ársins 413 milljónir króna eins og fyrr segir. Veltufé frá rekstri tvöfaldaðist á milli ára og var 1.011 milljónir króna árið 2001, samanborið við 507 milljónir árið áður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024