Gott að festast í Leifsstöð
Ný könnun sem ferðalangastefnumótasíðan MissTravel.com gerði á dögunum sýnir fram á það að það sé fremur ákjósanlegt að verða strandarglópur á Keflavíkurflugvelli. Könnunin náði til yfir fimm þúsund evrópskra ferðalanga sem nýta sér vefsíðuna sem sögðu að þeim þætti það ekkert verra ef þeir þyrftu að dvelja lengur í Leifstöð ef til seinkana kæmi.
MissTravel er stefnumótasíða hjá ferðalöngum sem stofnuð var síðastliðið vor. Nú þegar eru yfir 150.000 notendur á vesíðunni. Meðal annarra flugvalla, sem þykja ákjósanlegir til að vera festast á, eru Heathrow-flugvöllurinn í London og Flugvöllurinn í Stokkhólmi en meðal þess sem leitað var eftir hjá þátttakendum var hvort umhverfi flugvallarins væri aðlaðandi og hvernig afþreying og matur væri í boði.
Bestur flugvellir Evrópu til að festast á samkvæmt vefsíðunni:
1. London Heathrow (England)
2. Amsterdam-Schiphol (Hollandi)
3. Malaga Airport (Spáni)
4. Stockholm Airport (Svíþjóð)
5. Frankfurt International (Þýskalandi)
6. Gatwick Airport (England)
7. Lisboa Airport (Portúgal)
8. Flugstöð Leifs Eiríkssonar (Íslandi)
9. Madrid Bajaras Airport (Spáni)
10. Brussels Airport (Belgíu