Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Götótt hitaveita í Reykjanesbæ
Hér hefur tæringin nagað gat á svera hitaveitulögn á Ásbrú. Við þrýstingssveiflu kom gat á lögnina og heitt vatn flæddi um hitaveitustokka. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Miðvikudagur 11. júlí 2012 kl. 18:03

Götótt hitaveita í Reykjanesbæ

Göt komu á heitavatnslögn á Ásbrú nú í vikunni sem rekja má til þrýstingssveiflu í dreifikerfinu. Göt komu á lögnina á tveimur stöðum á Ásbrú og einnig varð vart við bilun við Hólagötu í Njarðvík.

Nýverið var lokað fyrir aðalæð heitavatnsins á Fitjum vegna viðhalds. Eftir að vatninu var hleypt á að nýju hafa sjö göt komið á lögnina í dreifikerfinu í Garðahverfinu í Keflavík, samkvæmt heimildum Víkurfrétta.

Aðalsteinn K. Guðmundsson, verkstjóri hjá hitaveitudeild HS Veita, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert óeðlilegt væri að eiga sér stað. Þegar lokað væri fyrir heitt vatn og lögnin kólnaði væri alltaf hætta á að göt kæmu á hana þegar hleypt væri á lögnina að nýju.

Í tilvikinu á Ásbrú í vikunni er ástæðan talin vera þrýstingssveifla í dreifikerfinu og við þær gætu komið göt þar sem tæring er komin í lögnina en heitavatnslagnir eru víða orðnar yfir 30 ára gamlar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unnið að viðgerð á lögninni síðdegis í gær.