Brons
Brons

Fréttir

Gosþyrstir skapa hættu á Reykjanesbraut
Lögreglubíll á Reykjanesbraut í morgun. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 23. ágúst 2024 kl. 14:00

Gosþyrstir skapa hættu á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að taka niður umferðarhraða á Reykjanesbraut milli Grindavíkurvegar og Vogavegar. Hámarkahraði þar er nú 50 km./klst.

Lögreglan segir stöðuna vera slæma en mikið er um að fólk sé að leggja bílum úti í kanti til að virða fyrir sér eldgosið og við það skapast ákveðin hætta sem lögreglan vill sporna við.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Einnig er vert að benda á að það er gríðarlega erfitt og hættulegt að fara á fæti að gosstöðvunum þar sem hraunið þarna er mjög erfitt yfirferðar á göngu, einnig er mikið um sprungur á svæðinu og þurftum við sem dæmi að sækja göngumann þarna í nótt sem féll í sprungu og slasaðist sá eitthvað. Endilega farið varlega þarna og gætið að öryggi ykkar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.