Gossvæðið lokað í dag vegna veðurs
Gossvæðið á Fagradalsfjalli er lokað í dag, fimmtudag. Það er vegna veðurs en suðaustan hvassviðri og rigning er á fjallinu. Það má staðfesta með því að skoða vefmyndavélar en skyggni er lítið á fjallinu og því lítið að sjá.
Vegna veðuraðstæðna má búast við að allar leiðir, bæði gönguleiðir og akstursleiðir verði eitt forarsvað. Því geti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að opna aftur á morgun.