Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gossprungan sést mjög vel frá Reykjanesbrautinni
Hilmar Bragi tók þessar myndir frá Vogastapa.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 23. ágúst 2024 kl. 10:57

Gossprungan sést mjög vel frá Reykjanesbrautinni

Gossprungan sem teygir sig norður eftir er vel sjáanleg frá Reykjanesbrautinni eins og sjá má á þessum myndum Hilmars Braga Bárðarsonar, ljósmyndara Víkurfrétta sem hann tók við Vogastapa á tíunda tímanum í morgun. Þó er sprungan í nokkurra kílómetra fjarlægð frá brautinni. 

Forráðamenn HS Orku segja í tilkynningu að gosið sem hófst í Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi hafi reynst heppilega staðsett með tilliti til byggðar í Grindavík og innviða í Svartsengi. Ekki hefur heldur reynt á innviði á borð við vatnslagnir og rafstrengi í grennd við Grindavíkurveg en hrauntungan virðist hafa stöðvast í nótt í innan við 300 metra fjarlægð frá veginum.

Neyðarstjórn HS Orku er á stöðugri vakt en orkuverinu í Svartsengi er stýrt frá Reykjanesvirkjun og er það sami háttur og hefur verið viðhafður á neyðarstigi frá því að jarðhræringarnar hófust síðastliðið haust. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024