Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:55

GOSSI OG GOLÞORSKARNIR Í PÁSKAFRÍ!

Gunnar Bergmann skipstjóri á Eyvindi KE er á leiðinni í páskafrí eins og nær allir í flotanum. Þá er þorskurinn einnig að fá frí því í kringum páska er tekið hrygningarstopp á landgrunninu og því þarf að sækja bæði langt og djúpt ef menn ætla sér að veiða fyrir utan verndarsvæði þorsksins. Meðfylgjandi mynd tók Páll Ketilsson af Gossa, eins og Gunnar er oft nefndur þegar hann landaði fullfermi í Sandgerði á dögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024