Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Gosmökkur sést vel frá Suðurnesjum
Laugardagur 15. maí 2010 kl. 17:10

Gosmökkur sést vel frá Suðurnesjum


Gosmökkuinn frá Eyjafjallajökli sést með frá Suðurnesjum þessa stundina. Frá Reykjanesbæ sést mökkurinn þegar horft er í átt að Keili. Meðfylgjandi mynd var tekin af frá Reykjanesbrautinni ofan Njarðvíkur nú áðan og má sjá mökkinn handan við Keili.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Gosfréttir:
Talsvert öskufok og öskufall er undir Eyjafjöllum að því er kemur fram á skráningarsíðu Veðurstofunnar. Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli er þykkur og dökkur samkvæmt myndum frá vefmyndavélum.
Í skráningu frá Drangshlíðardal á fjórða tímanum í dag segir, að þar sé öskufok svo að sjái varla upp að Skógum. Bjart hafi verið í morgun en síðan byrjaði askan að fjúka.
Í skráningu frá Ásólfsskála í morgun segir, að öskufall hafi byrjað um kl. 15:30 í gær og verið nánast látlaust síðan. Askan hafi verið fremur gróf með fínum salla.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25