Gosmökkur sést vel frá Suðurnesjum
Gosmökkuinn frá Eyjafjallajökli sést með frá Suðurnesjum þessa stundina. Frá Reykjanesbæ sést mökkurinn þegar horft er í átt að Keili. Meðfylgjandi mynd var tekin af frá Reykjanesbrautinni ofan Njarðvíkur nú áðan og má sjá mökkinn handan við Keili.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Gosfréttir:
Talsvert öskufok og öskufall er undir Eyjafjöllum að því er kemur fram á skráningarsíðu Veðurstofunnar. Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli er þykkur og dökkur samkvæmt myndum frá vefmyndavélum.
Í skráningu frá Drangshlíðardal á fjórða tímanum í dag segir, að þar sé öskufok svo að sjái varla upp að Skógum. Bjart hafi verið í morgun en síðan byrjaði askan að fjúka.
Í skráningu frá Ásólfsskála í morgun segir, að öskufall hafi byrjað um kl. 15:30 í gær og verið nánast látlaust síðan. Askan hafi verið fremur gróf með fínum salla.