Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gosmökkur í ýmsum litum
Gosmökkurinn var skrautlegur á köflum. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 00:23

Gosmökkur í ýmsum litum

Sprengivirkni hófst um kl. 16 síðdegis í gær í gosinu við Grindavík vegna þess að kvikan komst í snertingu við grunnvatn þar sem hraunstraumur fer ofan í sprungu til móts við Hagafell. Þá snögghitnar vatnið og framkallar gufusprengingar og gjóskufall. Á myndum með fréttinni má sjá hvernig dökkur reykur frá sprengingunum reis hátt til himins.

Neðar á síðunni má sjá nokkar svipmyndir frá gosinu sem teknar voru frá Arnarseturshrauni í átt að gosstöðvunum við Sundhnúk um miðjan dag.

Töluverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Í kvöld snýst vindátt til suðvesturs og því berst gasmengun til norðausturs og gæti hennar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í nótt og á morgun (fimmtudag). Hægt er að fylgjast með gasdreifingarspá og rauntímamælingum ýmissa gastegunda á loftgæði.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eldgos við Sundhnúk 29. maí 2024 // Myndasafn #1