Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Gosið mun minna en það síðasta - stærstu jarðýtu landsins bjargað
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. janúar 2024 kl. 11:08

Gosið mun minna en það síðasta - stærstu jarðýtu landsins bjargað

Eldgosið sem hófst í morgun er um fjórðungur að stærð miðað við gosið 18. desember. Gossprungan er styttri en kvikan rennur í átt að Grindavíkurbæ. 

Um 200 manns voru í Grindavík í nótt á um 90 heimilum en vel gekk að rýma bæinn.

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV að þeir varnargarðar sem hafi verið reistir séu að gera sitt gagn, þeir tefji verulega fyrir og minnki líkurnar á því að hraunið nái til byggðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar klukkan var að verða ellefu í morgun voru hrauntungurnar komnar mjög nærri húsnæði Orf líftækni. Samkvæmt Berglindi Rán Ólafsdóttur, forstýru ORF líftækni, eru fá eða engin verðmæti í húsinu þar sem það var tæmt í nóvember þegar jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hófust. Húsið skemmdist mikið í jarðhræringunum og hefur því engin starfsemi verið í húsinu síðan þá.

Frá ORF er innan við hálfur kílómetri til fyrstu húsanna í Grindavík. Við varnargarðanna voru marga vinnuvélar sem var bjargað, m.a. stærstu jarðýtu landsins. Sjá mátti á myndum þar sem þeim var ekið í burtu rétt hjá rennandi kvikunni.

Vatnslagnir í næsta nágrenni eru í hættu. Ekkert rafmagn er nú í Grindavík.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu og biður fólk að fara ekki gangandi að gosinu. Kalt sér úti og gangan löng og jarðvegur ótraustur varðar sprungur og fleira. Þá sé svæðið hættulegt bæði hvað varðra sprungur, gas og fleira, segir í tilkynningunni.

Mynd frá upphafi gossins í morgun.