Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gosið á 500-700 metra langri sprungu í Fagradalsfjalli
Myndir: Veðurstofan
Laugardagur 20. mars 2021 kl. 01:41

Gosið á 500-700 metra langri sprungu í Fagradalsfjalli

Eldgos hófst við Fagradalsfjall í Geldingadal, um kl. 20:45 í kvöld. Gosið er talið lítið og gossprungan um 500-700 m að lengd samkvæmt fyrstu fréttum. Hraunið er innan við einn rúmkílómetri að stærð. Lítil gosstrókavirkni er á svæðinu.

Mjó tunga rennur í SSV og önnur tunga í vestur miðað við fyrstu upplýsingar. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gefin verður út spá um gasdreifingu frá eldgosinu á næstunni. Veðurspá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögulegrar mengurnar frá eldstöðvunum.