Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 18. júní 2000 kl. 16:23

Gósentíð og ekið á vöktum á leigubílum

Sannkölluð gósentíð hefur verið hjá leigubílstjórum á Suðurnesjum síðan verkfall bílstjóra á Flugrútunni hófst. Leigubílarnir stoppa ekki allan sólarhringinn og er ekið á vöktum.Dæmi eru um leigubíla sem hafa ekið fjórar ferðir milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur í dag og ættu jafnvel að komast 3-4 ferðir til viðbótar áður en næturró leggst yfir starfsemina í Leifsstöð. Þá eru mörg dæmi um að tveir menn séu um hvern leigubíl og hann stoppi því ekki allan sólarhringinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024