Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gos er mögulegt á mjög óvæntum stað
Keilir. Mynd: Ellert Grétarsson
Mánudagur 1. mars 2021 kl. 17:40

Gos er mögulegt á mjög óvæntum stað

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur sagði í síðdegisútvarpinu á Rás 2 að ein sviðsmyndin sem verði að taka tillit til nú er að kvika leiti upp á yfirborðið og það verði gos á mjög óvæntum stað. „Þetta er reyndar heppilegasti staðurinn til að það verði gos,“ sagði Páll í viðtalinu.

„Það hafa komið fram nýjar mælingar, gervitunglamælingar, þá virðist vera nauðsynlegt að bæta rúmmálsaukningu, hugsanlega kvikugangi þar sem skjálftavirknin er mest þessa dagana. Það þarf að taka þá sviðsmynd alvarlegra en við vorum að vonast til. Hlutirnir eru að gerast hratt og allir eru að mæla. Þetta er uppskera dagsins,“ er haft eftir Páli á vef RÚV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024