Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis samþykktur
Göngu- og hjólreiðastígurinn mun liggja meðfram þjóðveginum milli Garðs og Sandgerðis. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 21. september 2019 kl. 10:19

Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis samþykktur

Skipulags- og umhverfissviði Suðurnesjabæjar hefur verið falið að undirbúa útboð og grenndarkynningu vegna framkvæmdar á göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis.

Málið var til meðferðar framkvæmda- og skipulagsráðs sveitarfélagsins í lok ágúst og tekið fyrir í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar þann 6. september. Þar var afgreiðsla framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða.
Stígurinn er samstarfverkefni Suðurnesjabæjar og Vegagerðarinnar og er gert ráð fyrir að hann verði 2,5 metrar að breidd, blandaður göngu- og hjólreiðastígur.

Stígurinn verður lagður samhliða þjóðveginum á milli Garðs og Sandgerðis, þó þannig að hann verði að lágmarki tólf metra frá akveginum. Stígurinn mun svo tengjast nýjum stíg við Sandgerðistjörn og inn á hjóla- og göngustíg við Garðbraut í Garði. Stígurinn mun liggja austan- og sunnanmegin við veginn.

Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, segir verkefnið í undirbúningi hjá framkvæmda- og skipulagssviði Suðurnesjabæjar þessa dagana og verður væntanlega boðið út fljótlega.


Frá Garði. Séð yfir þjóðveginn til Sandgerðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024