Gönguleiðum að gosstöðvunum hefur verið lokað
Margir hunsa fyrirmæli viðbragðsaðila og hætta sér inn á skilgreint hættusvæði
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka gönguleiðum upp að gosstöðvunum. Er það gert til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að mikil mengun sé á svæðinu, þá ekki síst vegna gróðurelda, og lögreglustjóri geti ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara við þessar aðstæður. Þá hætta mjög margir sér inn á skilgreint hættusvæði og hunsa fyrirmæli viðbragðsaðila.
Hvasst verður í dag og á morgun við gosstöðvarnar og vindátt óhagstæð göngufólki.
Lokun tekur þegar gildi og verður ákvörðun lögreglustjóra endurskoðuð eftir fund viðbragsaðila klukkan níu næstkomandi laugardag, þann 15. júlí.