Gönguhátíð í Grindavík: Laugardagur
Gönguhátíð hófst í gær í Grindavík og stendur yfir alla helgina. Boðið er upp á skipulegar gönguferðir með leiðsögn.
Laugardagur 2. ágúst:
Í dag er mæting kl. 11 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gott er að vera í góðum skóm.
Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir“ með sínum kynngimögnuðu hraunmyndunum.
Gangan tekur um 2-3 tíma og endar við Ísólfsskála þar sem aðstaða er til að grilla í lok göngu.
Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins.
Sjá nánari dagskrá á vef Grindavíkur.