Gönguferð á Borgarfjall á morgun
Miðvikudaginn 3. júlí bjóða Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð á Borgarfjall Gengið verður frá Litlahálsi (ofan Ísólfsskála) eftir stikaðri gönguleið inn að Nátthagakrika þar sem gengið verður upp fjallið og þaðan notið útsýnisins. Gangan tekur 3 - 4 klst og við allra hæfi sem treysta sér í fjallgöngu og hafa jafnvægið í lagi.
Kostnaður kr.- 1.500 frítt fyrir 12 ára og yngri
Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir
Allir velkomnir
Fyrir göngufólk af Höfuðborgarsvæðinu er hægt að hitta rútuna við Grindavíkurafleggjara en nauðsynlegt að hringja í Rannveigu til að tilkynna fjölda í síma 893 8900