Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Golþorskur í netin hjá Happasæli KE
Mánudagur 8. mars 2004 kl. 17:27

Golþorskur í netin hjá Happasæli KE

Það var enginn smáþorskur sem skipverjar á Happasæli KE fengu í netin á dögunum – 29 kíló vó hann þegar búið var að slægja hann. Hallgrímur Guðmundsson skipstjóri á Happasæli segir að þorskurinn hafi verið alveg steingeldur. „Maður ímyndar sér að þetta hafi verið fiskur sem hafi verið búinn að þjóna sínu og hafi bara beðið eftir því að deyja. Þetta var eldgamall jálkur,“ sagði Hallgrímur í samtali við Víkurfréttir.
Að sögn Hallgríms fengu þeir fiskinn í Faxaflóa á fimmtudag í síðustu viku. „Það er alltaf fiskirí í flóanum – bara mismikið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að fiskurinn sem þeir eru að fá núna sé betri en síðustu 2-3 ár. „Hérna einu sinni vorum við að fá Golla af þessari stærð og það í miklu magni. En mér sýnist fiskurinn vera bæði betri og stærri sem við erum að fá núna.“
Golþorskurinn fór til vinnslu í Happa ehf. og á myndinni handleikur Ívar Guðmundsson verkstjóri Happa ehf. gripinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024