Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gólfflötur nýrrar verslunarmiðstöðvar eins og þrír knattspyrnuvellir
Miðvikudagur 22. mars 2006 kl. 00:25

Gólfflötur nýrrar verslunarmiðstöðvar eins og þrír knattspyrnuvellir

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt 23 þúsund fermetra verslunarhúsnæði Smáratorgs í Reykjanesbæ hefjist á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Vinna að teikningum á húsunum er á frumstigi en fyrstu teikninga er að vænta í maí. Framkvæmdum á að ljúka haustið 2008, ef allt gengur að óskum.

Verslunarmiðstöðin verður byggð á lóð Gokart-brautarinnar, en Smáratorg hefur keypt lóðina. Auk 23 þúsund fermetra verslunarhúss er gert ráð fyrir 1500 fermetrum fyrir bensínstöð og 1000 fermetrum fyrir veitingastað. Smáratorg hyggst byggja samskonar verslunarhús á Selfossi. Smáratorg rekur m.a. Rúmfatalagerinn.

Til að átta sig á stærð verslunarmiðstöðvarinnar þá er gólfflötur í Reykjaneshöllinni um 8000 fermetrar, þannig að verslunarmiðstöðin er af gólffleti eins og þrjár Reykjaneshallir.

Mynd: Á þessu svæði rís ný verslunarmiðstöð fyrir haustið 2008.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024