Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Golfakademían á pari við það besta
    Fyrstu höggin slegin í net í æfingaaðstöðunni í Golfakademíunni. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Golfakademían á pari við það besta
    Lovísa Hafsteinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, hélt tölu við opnun aðstöðunnar.
Miðvikudagur 2. nóvember 2016 kl. 07:00

Golfakademían á pari við það besta

— inniæfingaaðstaða opnar í húsnæði Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ

Fjöldi fólks lagði leið sína í Íþróttaakademíuna við Sunnubraut 35 í Reykjanesbæ á föstudaginn var þegar bæjaryfirvöld afhentu formlega Golfklúbbi Suðurnesja og Púttklúbbi Suðurnesja glæsilega inniæfingaaðstöðu til golfiðkunnar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, og Lovísa Hafsteinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, héldu tölu og óskuðu klúbbunum til hamingju með nýju aðstöðuna. Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður GS, þakkaði rausnarlegt framlag bæjarins og sagði þetta vera lyftistöng fyrir golfíþróttina á Suðurnesjum og að hér verði nú loks hægt að stunda golfæfingar allt árið um kring.

„Þetta kemur til með að breyta stórkostlegu fyrir okkur. Þetta gerir íþróttina að heilsársíþrótt fyrir okkur. Krakkar, unglingar og afreksfólk hjá okkur hefur þurft að sækja æfingar yfir vetrartímann tvisvar til þrisvar í viku á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.
Þessi aðstaða sem við höfum hérna er alveg frábær. Hér er hægt að æfa allt sem snýr að golfi og kemur til með að hafa góð og jákvæð áhrif fyrir klúbbinn í framtíðinni,“ segir Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja.

Nánar er fjallað um málið í Víkurfréttum á morgun og einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á ÍNN kl. 21:30.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024