Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gola og yfirleitt þurrt og bjart
Fimmtudagur 4. apríl 2013 kl. 08:44

Gola og yfirleitt þurrt og bjart

Suðaustan gola og yfirleitt þurrt og bjart veður við Faxaflóa, en líkur á stöku skúrum. Suðaustan 5-10 m/s á morgun og skúrir. Hiti 3 til 10 stig, en vægt næturfrost til landsins.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan gola, skýjað með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart veður, en skúrir á morgun. Hiti 3 til 9 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
A- og NA-átt, víða 5-10 m/s. Lítilsháttar skúrir eða él S- og SV-lands, annars skýjað og úrkomulítið. Frost 0 til 8 stig, en hiti 1 til 6 stig að deginum á S- og V-landi.

Á laugardag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s, en hægari vindur NA-til. Léttir til V-lands, annars skýjað og dálítil él á NA-landi og með S-ströndinni. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan, en hiti 0 til 5 stig að deginum SV-til.

Á sunnudag:
Austanátt og léttskýjað á V-verðu landinu, en dálítil él SA- og A-lands. Fremur kalt í veðri.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir austlæga átt og heldur hlýnandi veður. Úrkoma með köflum A-til, en yfirleitt bjart veður V-til.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024