Góður stuðningur frá Oddfellowfólki
Oddfellowfólk á Suðurnesjum afhenti nokkra styrki nú á aðventunni til góðra málefna á Suðurnesjum.
Oddfellowstúkan Eldey, stúka nr. 18 styrkti Fjölsmiðjuna á Suðurnesjum, Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ og Krabbameinsfélag Suðurnesja. Oddfellowstúkan Njörður, stúka nr. 13, Oddfellowstúkan Jón forseti, stúka nr. 26, Oddfellowstúkan Eldey, stúka nr. 18 og Oddfellowbúðirnar Freyr styrktu sameiginlega Velferðarsjóð Suðurnesja.
Myndirnar voru teknar í vikunni þegar styrkirnir voru afhentir.