Góður stofn í Seltjörn
Alls veiddust 380 fiskar í Seltjörn í sumar en í júlí var sleppt í vatnið 1.000 urriðum af stofni frá Galtalæk. Af þeim sem veiddust var 300 sleppt og því lítið gengið á stofninn og telja rekstraraðilar hann því nógu stóran til að geta byrjað vel næsta vor án þess að sleppt sé í vatnið. Þó er áætlað að sleppa öðrum 1.000 fiskum þegar líður á vorið og vitað er hvernig núverandi stofn hefur komið undan vetri.
Gefin voru út 33 sumarveiðileifi, 94 dagsveiðileyfi og 15 fjölskylduveiðileyfi á tímabilinu.
Rekstraraðilar eru Reykjanes Adventure ehf og hófu þeir rekstur í vatninu í lok júní. Veiði og aðsókn að vatninu var mjög lítil fram að sleppingu en þá tók hún vel við sér og hélst góð fram undir byrjun september. Vatninu var lokað um miðjan september og fær fiskistofninn því nægan frið og rými til að sinna hrygningarstörfum og undirbúningi fyrir veturinn.
Rekstraraðilar binda miklar vonir við nýtingu svæðisins og vatnsins við skipulagningu fluguveiðinámskeiða og starfsmannahópa næsta sumar. Stefnt er að því að bæta aðstöðu við vatnið, auka samstarf við veiðifélög og auka markaðsstarf en einnig verður svæðið og veiðistaðir merktir betur og lífríki vatnsins og uppbygging fiskistofnsins rannsakað frekar. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Gefin voru út 33 sumarveiðileifi, 94 dagsveiðileyfi og 15 fjölskylduveiðileyfi á tímabilinu.
Rekstraraðilar eru Reykjanes Adventure ehf og hófu þeir rekstur í vatninu í lok júní. Veiði og aðsókn að vatninu var mjög lítil fram að sleppingu en þá tók hún vel við sér og hélst góð fram undir byrjun september. Vatninu var lokað um miðjan september og fær fiskistofninn því nægan frið og rými til að sinna hrygningarstörfum og undirbúningi fyrir veturinn.
Rekstraraðilar binda miklar vonir við nýtingu svæðisins og vatnsins við skipulagningu fluguveiðinámskeiða og starfsmannahópa næsta sumar. Stefnt er að því að bæta aðstöðu við vatnið, auka samstarf við veiðifélög og auka markaðsstarf en einnig verður svæðið og veiðistaðir merktir betur og lífríki vatnsins og uppbygging fiskistofnsins rannsakað frekar. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.