Góður grálúðuafli
Rúm 900 tonn komu á land í Grindavíkurhöfn í síðustu viku. Aflinn var blandaður auk þess sem frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson landaði mjög góðum grálúðuafla, eftir 10-12 daga á veiðum og var verðmæti aflans um 57 milljónir kr.
„Afli netabáta er nú orðinn mjög tregur og flestir bátarnir hættir eða um það bil að hætta og búa sig á aðrar veiðar. Stóru línubátarnir hafa verið að fá nokkuð góðan afla og er uppistaðan þorskur. Þá hefur afli í dragnót og troll verið góður“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri.
Í vikunni var skipað út tæplega 1500 tonnum af mjöli og nú um helgina var Þorsteinn EA að landa kolmunna og er það fyrsta löndun á uppsjávarfiski frá því að loðnuvertíð lauk.
Aðeins 5 bátar stunda nú humarveiðar frá Grindavík og hefur verið heldur rólegt yfir þeim veiðum, það sem af er. „Vonandi glæðist aflinn fljótlega á heimamiðum, en fréttir berast af góðum humarafla á austursvæðunum“, segir Sverrir.
„Afli netabáta er nú orðinn mjög tregur og flestir bátarnir hættir eða um það bil að hætta og búa sig á aðrar veiðar. Stóru línubátarnir hafa verið að fá nokkuð góðan afla og er uppistaðan þorskur. Þá hefur afli í dragnót og troll verið góður“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri.
Í vikunni var skipað út tæplega 1500 tonnum af mjöli og nú um helgina var Þorsteinn EA að landa kolmunna og er það fyrsta löndun á uppsjávarfiski frá því að loðnuvertíð lauk.
Aðeins 5 bátar stunda nú humarveiðar frá Grindavík og hefur verið heldur rólegt yfir þeim veiðum, það sem af er. „Vonandi glæðist aflinn fljótlega á heimamiðum, en fréttir berast af góðum humarafla á austursvæðunum“, segir Sverrir.