Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góður gangur í viðræðum í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 6. júní 2018 kl. 10:17

Góður gangur í viðræðum í Reykjanesbæ

Góður gangur er í viðræðum Samfylkingar og óháðra, Beinnar leiðar og Framsóknarflokks, sem nú ræða meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ.
 
„Þetta tekur tíma og við viljum vanda okkur,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar í samtali við Víkurfréttir. Hann sagði engin stór ágreiningsmál vera til staðar. Nú séu norrænir vinabæir í heimsókn í Reykjanesbæ og það tefji viðræðurnar, sem verði teknar upp að nýju eftir heimsóknina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024