Góður endir á góðum degi
Halli Valli og Gugga sköpuðu rólegt og afslappað andrúmsloft eftir ys og þys hátíðarhalda 17. júní á Aftan - fest í Sandgerði í gærkvöld. Fluttu þau nokkur lög, frumsamin og eftir aðra. Bar þar hæst lagið „Konan sem færir húsgögn“ en um er að ræða frumsamið lag um konu í Sandgerði.
Vel tókst til hjá þeim og mátti sjá á þreyttum en sællegum hlustendum að þetta var góður endir á frábærum degi.
Vel tókst til hjá þeim og mátti sjá á þreyttum en sællegum hlustendum að þetta var góður endir á frábærum degi.