Góður árangur Grindavíkur í Stóru upplestrarkeppninni
Þau Eydís Steinþórsdóttir, Stefanía Jóakimsdóttir og Róbert Þórhallson, frá Grunnskóla Grindavíkur röðuðu sér í þrjú efstu sætin í Stóru upplestrarkeppnin sem fór fram í gær í Stóru-Vogaskóla en nemendur frá Grunnskóla Grindavíkur, Gerðaskóla í Garði og Stóru-Vogaskóla í Vogum tóku þátt í keppninni.
Fyrir aðalkeppnina hafa skólarnir haldið undankeppnir innan síns skóla og valið þátttakendur, sem lesa í Stóru upplestrarkeppninni. Allir keppendur gærdagsins stóðu sig með prýði og á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að stjórnendur og kennarar skólans séu í skýjunum með þessa frammistöðu.