Góður andi og glæsileg aðstaða
Nýtt sambýli og leiguíbúðir fyrir fatlaða að Túngötu 15 – 17 var tekið í notkun sl. miðvikudag. Forstöðumaður hins nýja heimilis er Guðrún Inga Bragadóttir. Athöfnin hófst með því að Páll Pétursson, félagsmálaráðherra opnaði sambýlið formlega. Stutt ávörp voru flutt og gestum síðan boðið að skoða húsið og þiggja veitingar. Síðar um daginn gafst almenningi kostur á að skoða húsið.
Mynd: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, Guðrún Inga Bragadóttir forstöðumaður og Einar Njálsson bæjarstjóri.
Fá viðeigandi þjónustu
Sambýlið er í íbúðarhverfi, miðsvæðis í bænum þar sem stutt er í alla þjónustu. Húsið er parhús samtals um 330 m2. Innréttaðar eru sex einstaklingsíbúðir í húsinu auk sameiginlegs þjónusturýmis. Í öðru húsinu eru þrjár íbúðir í sambýli, í hinu húsinu eru þrjár leiguíbúðir og í millibyggingunni er sameiginlegt þjónusturými, sem nýtist bæði leiguíbúðunum og sambýlinu.
Að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra Grindavíkurbæjar er markmið þjónustunnar er að veita íbúum viðeigandi búsetuþjónustu vegna fötlunar og stuðla þar með að vellíðan þeirra og velferð. „Á heimilinu verður leitast við að veita íbúunum þann stuðning, þjálfun og meðferð sem þeir hafa þörf fyrir hverju sinni. Þjónustan verður byggð á lögum um málefni fatlaðra og reglugerð um búsetu fatlaðra. Fagleg ábyrgð á rekstri þjónustunnar er alfarið á höndum Svæðisskrifstofu Reykjaness og verður í samræmi við meginmarkmið og gæðaskipulag Svæðisskrifstofunnar“, segir Einar.
Gott samstarf
Málefni fatlaðra er verkefni ríkisins í samræmi við verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð Grindavíkur leitaði á árinu 1999 eftir samstarfi við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í kjördæminu um byggingu sambýlis og þjónustuíbúða fyrir fatlaða í Grindavík. Skemmst er frá því að segja að mjög gott samstarf tókst milli Svæðisskrifstofunnar og bæjarráðs um málið. Samningar um fyrirkomulag byggingar og rekstur á sambýli og leiguíbúðum voru undirritaður 6. júlí 2000 af félagsmálaráðherra Páli Péturssyni, Þór G. Þórarinssyni framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar og Einari Njálssyni bæjarstjóra.
Langþráðum áfanga náð
Grindavíkurbær byggir húsið og er eigandi þess. Bærinn stofnaði sérstakt hlutafélag sem heldur utan um fjárfestinguna og rekstur húseignarinnar. Svæðisskrifstofan sér um allt starfsmannahald f.h. ríkisins og stendur straum af öllum launakostnaði starfsmanna. „Svæðisskrifstofan veitir íbúum frekari liðveislu og tekur ákvörðun um búsetu og þjónustu á sambýlinu að höfðu samráði við félagsþjónustu Grindavíkur. Skrifstofan greiðir leigu fyrir sameiginlegt rými skv. sérstökum leigusamningi og stofnkostnað vegna innbús í sameiginlegt þjónusturými. Einnig ber svæðisskrifstofan faglega ábyrgð á öllum rekstri þjónustunnar, eins og fyrr segir, og hefur einnig með höndum skipulegt innra eftirlit með starfi heimilisins, gerð verkáætlana o.s.frv.“, segir Einar.
Nú þegar húsið við Túngötu hefur verið tekið í notkun er langþráðum áfanga náð í uppbyggingu þjónustu við fatlaða í Grindavík. „Það er von okkar að samstarf við Félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofuna um rekstur þjónustunnar í Grindavík verði gott og að væntanlegum íbúum í húsinu líði þar vel.“
Mynd: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, Guðrún Inga Bragadóttir forstöðumaður og Einar Njálsson bæjarstjóri.
Fá viðeigandi þjónustu
Sambýlið er í íbúðarhverfi, miðsvæðis í bænum þar sem stutt er í alla þjónustu. Húsið er parhús samtals um 330 m2. Innréttaðar eru sex einstaklingsíbúðir í húsinu auk sameiginlegs þjónusturýmis. Í öðru húsinu eru þrjár íbúðir í sambýli, í hinu húsinu eru þrjár leiguíbúðir og í millibyggingunni er sameiginlegt þjónusturými, sem nýtist bæði leiguíbúðunum og sambýlinu.
Að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra Grindavíkurbæjar er markmið þjónustunnar er að veita íbúum viðeigandi búsetuþjónustu vegna fötlunar og stuðla þar með að vellíðan þeirra og velferð. „Á heimilinu verður leitast við að veita íbúunum þann stuðning, þjálfun og meðferð sem þeir hafa þörf fyrir hverju sinni. Þjónustan verður byggð á lögum um málefni fatlaðra og reglugerð um búsetu fatlaðra. Fagleg ábyrgð á rekstri þjónustunnar er alfarið á höndum Svæðisskrifstofu Reykjaness og verður í samræmi við meginmarkmið og gæðaskipulag Svæðisskrifstofunnar“, segir Einar.
Gott samstarf
Málefni fatlaðra er verkefni ríkisins í samræmi við verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð Grindavíkur leitaði á árinu 1999 eftir samstarfi við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í kjördæminu um byggingu sambýlis og þjónustuíbúða fyrir fatlaða í Grindavík. Skemmst er frá því að segja að mjög gott samstarf tókst milli Svæðisskrifstofunnar og bæjarráðs um málið. Samningar um fyrirkomulag byggingar og rekstur á sambýli og leiguíbúðum voru undirritaður 6. júlí 2000 af félagsmálaráðherra Páli Péturssyni, Þór G. Þórarinssyni framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar og Einari Njálssyni bæjarstjóra.
Langþráðum áfanga náð
Grindavíkurbær byggir húsið og er eigandi þess. Bærinn stofnaði sérstakt hlutafélag sem heldur utan um fjárfestinguna og rekstur húseignarinnar. Svæðisskrifstofan sér um allt starfsmannahald f.h. ríkisins og stendur straum af öllum launakostnaði starfsmanna. „Svæðisskrifstofan veitir íbúum frekari liðveislu og tekur ákvörðun um búsetu og þjónustu á sambýlinu að höfðu samráði við félagsþjónustu Grindavíkur. Skrifstofan greiðir leigu fyrir sameiginlegt rými skv. sérstökum leigusamningi og stofnkostnað vegna innbús í sameiginlegt þjónusturými. Einnig ber svæðisskrifstofan faglega ábyrgð á öllum rekstri þjónustunnar, eins og fyrr segir, og hefur einnig með höndum skipulegt innra eftirlit með starfi heimilisins, gerð verkáætlana o.s.frv.“, segir Einar.
Nú þegar húsið við Túngötu hefur verið tekið í notkun er langþráðum áfanga náð í uppbyggingu þjónustu við fatlaða í Grindavík. „Það er von okkar að samstarf við Félagsmálaráðuneytið og Svæðisskrifstofuna um rekstur þjónustunnar í Grindavík verði gott og að væntanlegum íbúum í húsinu líði þar vel.“