Góður afli hjá línubátum
Smábátar frá Sandgerði hafa verið að fá um þrjú tonn af góðum þorski í róðri, miðað við báta með 24 línubala, að sögn Reinhards Svavarssonar á Funa GK frá Sandgerði. Hann segir fiskinn vera alls staðar og litlu máli skipta hvar línan er lögð. Afli hefur verið góður frá því um jól.
Margir smábátar eru gerðir út til línuveiða frá Sandgerði og að auki hafa nokkrir bátar frá Grindavík róið út með línu frá Sandgerði í vetur. „Það virðist vera nóg af þorski, þótt hann skili sér enn sem komið er illa í net og dragnót. Menn hafa einnig verið að veiða ýsu á línuna en þá þurfa þeir að vera utar“, segir Reinhard og upplýsir að mest af afla bátanna hafi verið selt á fiskmörkuðum. Þar hefur himinhátt verð fengist fyrir þorsk og ýsu í vetur og verðið hefur ekki lækkað að ráði þótt aflinn hafi heldur glæðst á nýja árinu.
Margir smábátar eru gerðir út til línuveiða frá Sandgerði og að auki hafa nokkrir bátar frá Grindavík róið út með línu frá Sandgerði í vetur. „Það virðist vera nóg af þorski, þótt hann skili sér enn sem komið er illa í net og dragnót. Menn hafa einnig verið að veiða ýsu á línuna en þá þurfa þeir að vera utar“, segir Reinhard og upplýsir að mest af afla bátanna hafi verið selt á fiskmörkuðum. Þar hefur himinhátt verð fengist fyrir þorsk og ýsu í vetur og verðið hefur ekki lækkað að ráði þótt aflinn hafi heldur glæðst á nýja árinu.