Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. maí 2001 kl. 15:36

Góður afli hjá dragnótarbátum

Dragnótabátar frá Grindavík fengu nokkuð góðan afla í vikunni og voru þeir á veiðum með landinu frá Grindavík og austur undir Krísuvíkurbjarg.

Nú eru hjólin farin að snúast á ný eftir að verkfalli sjómanna lauk. Þeir sem lögðu net urðu að sætta sig við tregan afla enda kominn sá tími að ekki þurfti að búast við miklu, að minnsta kosti ekki í jafnstórriðin net og nú eru almennt notuð.
Uppistaðan í afla dragnótarbátanna var ýsa. Afli togskipa var einnig góður og komu þeir fyrstu inn eftir sólarhring á veiðum, með öll ílát full af blönduðum fiski, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra í Grindavík.
Línubátarnir fengu heldur dræman afla fyrst eftir að þeir fóru út, en hann glæddist eftir því sem leið á vikuna og eftir helgina voru bátar að koma með um og yfir 50 tonn. „Nokkrir bátar eru að búa sig á humarveiðar og er Hafberg búið að fara einn túr, en veiði mun hafa verið heldur treg. Líklega verða ekki nema fimm bátar gerðir út á humarveiðar í ár og eru mjög mörg ár síðan þeir hafa verið svo fáir. Þrír bátar eru að búa sig á síld og er Grindvíkingur farinn og hinir fara í þessari viku“, segir Sverrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024