Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. mars 2001 kl. 11:33

Góður afli hjá beitningarvélabátunum

„Það gengur mjög vel. Við vorum með 52 kör í gær eða alls tæplega 18 tonn af fiski og þar af voru um 35 kör af þorski“, sagði Gísli Jónsson skipstjóri á línuskipinu Frey GK eftir hann kom frá veiðum sl. laugardag.
Að sögn Gísla hefur Freyr GK aðallega verið að veiðum frá Látrabjargi og suður undir Eldeyjarboða í vetur og hann segir aflabrögðin hafa verið ágæt.
„Aflinn er að vísu ekki eins góður og í fyrra en við því var s.s. ekki að búast enda var það toppár á
mílur frá landi. Af aflanum voru 11 kör af keilu og löngu og sjö kör af ýsu.“ Gísli segir að ef allt gangi fyrir sig með eðlilegum hætti verði hægt að vera að veiðum í nágrenni Eldeyjarboðans fram í apríl en eftir þann tíma sé venjan að færa sig austur með landinu í von um aukinn ýsu- og keiluafla.
Freyr GK landaði 190 körum af fiski í Grindavík sl. mánudag en í veiðiferðinni þar á undan fengust 200 kör af fiski eftir fjórar lagnir. Þeim afla var landað til vinnslu hjá Fjölni hf. á Þingeyri.
Fyrstu færeysku línuskipin munu hafa verið að tygja sig til ferðar á Íslandsmið nú í vikunni en að sögn Gísla voru nokkur færeysk skip og eitt norskt komin á miðin í febrúar í fyrra. InterSeafood.com greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024