Góðir gestir á Byggðasafninu í Garði
Framkvæmdastjóri Safnaráðs, Rakel Halldórsdóttir heimsótti Byggðasafnið á Garðskaga þann 22. nóvember s.l. Með henni var Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Framkvæmdastjóri Safnaráðs hafði ekki komið á safnið eftir að viðbygging var tekin í notkun en tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér breytta starfsemi safnsins.
Forstöðumaður Byggðasafnsins á Garðskaga Ásgeir M. Hjálmarsson, Erna Sveinbjarnadóttir formaður byggðasafnsnefndar og Oddný Harðardóttir bæjarstjóri tóku á móti gestunum og gengu með þeim um safnið.
Heimsóknin var mjög ánægjuleg og voru gestirnir ánægðir með breytingarnar og með þróun starfseminnar.
Að lokum var boðið upp á kaffi og meðlæti á veitingastaðnum Flösinni.
Af vef Sveitarfélagins Garðs - www.svgardur.is