Góðar umræður á umhverfis- og öryggisþingi í Reykjanesbæ
Umferðar- og öryggisþing í Reykjanesbæ var haldið í gær, fimmtudaginn 28.apríl. Þetta er annað árið í röð sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar stendur fyrir slíku þingi.
Að þessu sinni voru þrjú framsöguerindi. Davíð Viðarsson nemi í byggingarverkfræði með áherslu í umferðarmálum fór yfir grunnvinnu umferðaröryggisáætlunargerðar sem hann vinnur nú að sem lokaverkefni fyrir Reykjanesbæ. Þá fór hann einnig yfir slysatölur úr Reykjanesbæ frá 2007.
Kristján Freyr Geirsson frá lögreglunni fór yfir störf forvarnardeildar lögreglunnar og ýmis öryggisatriði tengdum umferð og umferðarmenningu.
Að lokum fór Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdarstjóri umhverfis og skipulagssviðs yfir grunn- og leikskóla Reykjanesbæjar, gatnakerfið í kringum þær stofnanir. Einnig kynnti hann þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið farið í, hvað stendur til að fara í og ýmsar hugmyndir varðandi umferðar og öryggismál.
Góðar umræður sköpuðust á þinginu sem munu nýtast starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og lögreglunni vel til að bæta úr hættum í umferðinni.
Umferðar og öryggisþing verður áfram haldið ár hvert en ábendingar bárust um hvort reyna ætti að hafa þetta þing frekar á haustin í stað vorin og verður það skoðað nánar.