Góðar móttökur mikilvægar
Flugeldasala Knattspyrnudeildar Keflavíkur er jafnan ein alstærsta fjáröflun sem knattspyrnudeildin stendur fyrir á ári hverju. Ólafur Bjarnason, stjórnarmaður hjá Keflavík, segir mikilvægt að fólk taki vel á móti flugeldasölu deildarinnar.
Þegar Víkurfréttir bar að garði í aðstöðu knattspyrnudeildarinnar að Iðavöllum var hópur vaskra manna í óðaönn við að koma flugeldunum fyrir og gera klárt fyrir annasama söludaga. Framundan er stórt knattspyrnusumar í Keflavík þar sem liðið á bikarmeistaratitil að verja og þá mun liðið áfram taka þátt í Evrópuverkefnum á borð við það sem var síðasta sumar. „Úrvalið er einna mest hérna hjá okkur og það ætti ég að vita nokkuð vel þar sem ég hef selt flugelda frá árinu 1982,“ sagði Ólafur Bjarnason hress í bragði um leið og hann hafði skellt frá sér einum flugeldakassanum. Opið verður hjá K-flugeldum í dag frá 10:00-22:00 alla daga til 30. desember en á gamlársdag verður opið frá 10:00-16:00. Föstudaginn 5. janúar verður opið frá 18:00-20:00 og laugardaginn 6. janúar frá kl. 13:00-20:00.
Myndatexti: Jón Örvar Arason, framkvæmdastjóri KSD Keflavíkur og Ólafur Bjarnason, stjórnarmaður í óðaönn við að koma flugeldunum fyrir á miðvikudagskvöld.
Þegar Víkurfréttir bar að garði í aðstöðu knattspyrnudeildarinnar að Iðavöllum var hópur vaskra manna í óðaönn við að koma flugeldunum fyrir og gera klárt fyrir annasama söludaga. Framundan er stórt knattspyrnusumar í Keflavík þar sem liðið á bikarmeistaratitil að verja og þá mun liðið áfram taka þátt í Evrópuverkefnum á borð við það sem var síðasta sumar. „Úrvalið er einna mest hérna hjá okkur og það ætti ég að vita nokkuð vel þar sem ég hef selt flugelda frá árinu 1982,“ sagði Ólafur Bjarnason hress í bragði um leið og hann hafði skellt frá sér einum flugeldakassanum. Opið verður hjá K-flugeldum í dag frá 10:00-22:00 alla daga til 30. desember en á gamlársdag verður opið frá 10:00-16:00. Föstudaginn 5. janúar verður opið frá 18:00-20:00 og laugardaginn 6. janúar frá kl. 13:00-20:00.
Myndatexti: Jón Örvar Arason, framkvæmdastjóri KSD Keflavíkur og Ólafur Bjarnason, stjórnarmaður í óðaönn við að koma flugeldunum fyrir á miðvikudagskvöld.