Góðar gjafir Kvenfélags Grindavíkur
Kvenfélag Grindvíkur hefur komið færandi hendi að undanförnu á heilsugæsluna, Miðgarð, grunnskólann og á Grensás og gefið nytsamlegar gjafir sem koma að virkilega góðum notum á þessum stöðum. Kvenfélagið stendur fyrir ýmsum fjáröflunum til þess að safna fé til að fjármagna gjafir sem renna til góðs málefnis.
Helstu fjáraflanir Kvenfélags Grindavíkur eru jólakortasala, páska- og jólabingó og sjómannakaffi.
Þess má geta að aðalfundur Kvenfélags Grindavíkur verður mánudaginn 13. febrúar í verkalýðshúsinu kl. 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Efsta mynd: Kvenfélagið gaf sjónvarp og hrærivél í félagsmiðstöð eldri borgara, Miðgarð í Víðihlíð. Myndin var tekin við afhendinguna. F.v. Steinunn Gestsdóttir frá kvenfélaginu, Björk Sverrisdóttir formaður kvenfélagsins, Stefanía Jónsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu og Elín Þorsteinsdóttir frá kvenfélaginu.
Björk formaður kvenfélagsins og Laufey S. Birgisdóttir yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni með mjaltavel sem kvenfélagið færði heilsugæslunni að gjöf.
Starfsfólk í iðjuþjálfun í Grensás með útvarp, matvinnslufél og hitabrúsa sem kvenfélagið færði að gjöf en þangað sækja Grindvíkingar þjónustu sína.
Jafnframt gaf kvenfélagið grunnskólanum saumavél og þæfingarvél að gjöf.
Texti og myndir af vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is