Góðærissár að Útskálum
Umhverfi Útskála í Garði er eitt risastórt sár sem rekja má til góðærisins skömmu fyrir hrun. Við gamla prestsetrið á Útskálum stóð til að reisa myndarlegt safnaðarheimili fyrir Útskálasókn. Tengt safnaðarheimilinu voru svo hugmyndir um hótelbyggingu.
Eins og sjá má á meðfylgjandi loftmynd af svæðinu er búið að byggja sökkla undir bæði safnaðarheimilið og hótelið. Framkvæmdir hafa hins vegar verið stopp allt frá hruni þar sem fjármunir til frekari framkvæmda hafa ekki verið aðgengilegir.
Framtíðin uppbyggingarinnar er óljós en jafnvel hefur heyrst að best væri að urða sökklana til að bæta ásýnd svæðisins.
VF-mynd: Hilmar Bragi