Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Góð viðleitni en enginn afsláttur
Fimmtudagur 28. ágúst 2008 kl. 14:02

Góð viðleitni en enginn afsláttur

Bæjarráð Sandgerðis hefur hafnað ósk íbúa í bæjarfélaginu um afslátt á sorphirðugjöldum. Íbúinn hafði farið fram á afsláttinn á þeim forsendum að íbúar hússins væru með græna tunnu sem þeir greiddu sjálfir fyrir. Auk þess væri allt sorp rækilega flokkað, dósir og flöskur færu í Dósasel og þar að auki væru þeir einnig með jarðvegskassa fyrir lífrænan úrgang. Í erindi íbúans er bent á að með því að veita afslátt á umræddum gjöldum myndi Sandgerðisbær hvetja til markvissarar flokkunar á sorpi og setja þar með gott fordæmi í umhverfismálum.

Bæjarráð hafnaði erindinu þar sem sorp er ekki vigtað frá heimilum, a.m.k. ekki enn sem komið er. „Bæjarráð fagnar hinsvegar því framtaki sem fram kemur í erindinu,“ segir í fundargerð.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25