Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Góð tíð og mokfiskerí
  • Góð tíð og mokfiskerí
Laugardagur 15. mars 2014 kl. 08:00

Góð tíð og mokfiskerí

Ánægðir sjómenn í Sandgerði.

„Hér eru menn örþreyttir að draga þorsk á færi, þeirra á meðal einn gamall karl. Eftir að loðnan kom er búið að vera mjög gott fiskerí í dragnótinni og mokfiskerí á handfærin hérna,“ segir Grétar Sigurbjörnsson, verkefnastjóri Sandgerðishafnar. Grétar segir að veðrið sé búið að vera einstaklega gott í febrúar, bæði austan- og norðaustanátt sem séu ágætis áttir í Sandgerðishöfn.

Eins og Víkurfréttir sögðu frá fyrr á árinu var óvenju erfið tíð í Sandgerðishöfn frá því síðastliðið haust og fram á þetta ár. Sandgerðishöfn byggir alla afkomu sína á minni bátum og nú fer að líða að komu þeirra frá öðrum höfnum. „Loðnuvertíðinni fer að ljúka. Þetta er svona smá peðringur sem þeir eru að eltast við hérna inni í flóa. Þetta er loðna sem verið er að landa í Helguvík og víðar,“ segir Grétar. Svo taki við línufiskeríið, færin og dragnótirnar. Mars og apríl séu mjög góðir á þessu svæði. „Þá fara þeir að dreifast út á land bátarnir okkar og við fáum hingað 50-60 smábáta á strandveiðar. Þeir koma jafnvel frá Snæfellsnesi en aðallega frá Hafnarfirði, Reykjavík og Grindavík. Þá byrjar ballið sko,“ segir Grétar jákvæður.  
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024