Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Góð þátttaka var í Landsbankahlaupinu
Mánudagur 7. maí 2007 kl. 10:37

Góð þátttaka var í Landsbankahlaupinu

Góð þátttaka var í Landsbankahlaupinu á Suðurnesjum á laugardaginn. Hlaupið var bæði í Reykjanesbæ og Grindavík en um 100 krakkar skráðu sig í hlaupið í Grindavík.  Krakkarnir létu smá rigningu ekki aftra sér við að taka þátt í hlaupinu og biðu ákveðin við rásmarkið.  Allir fengu svo góðan glaðning að hlaupinu loknu, grillaðar pylsur og ýmsan varning. Meðfylgjandi mynd tók Þorsteinn Gunnar Kristjánsson, okkar maður í Grindavík.

 

Fleiri myndir í ljósmyndasafni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024