Góð þátttaka í heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fór fram í blíðskaparveðri í gær. Alls tóku 70 manns þátt í hlaupinu í Reykjanesbæ. Vegalengdir voru tvær, 3,5 og 7 km. Íslandsbanki í Keflavík var aðalstyrktaraðili hlaupsins og veitti verðlaun fyrir fyrsta sæti kvenna og karla í báðum vegalengdum.
Fyrstu sæti fyrir 7 km hlutu Kristjana Gunnarsdóttir og Klemens Sæmundsson og fyrir 3,5 km þau María Pálsdóttir og Magnús Ríkarðsson.
Veglegir happdrættisvinningar voru dregnir út á númer allra þátttakenda, en gefendur vinninga voru Íslandsbanki, K-sport, Sportbúð Óskars, Bláa lónið og Perlan sól og þrek. Krabbameinsfélag Suðurnesja þakkar Íslandsbanka í Keflavík, öðrum styrktaraðilum og þeim sem þátt tóku í hlaupinu.
VF-myndir/Atli Már Gylfason