Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 21. nóvember 2000 kl. 11:43

Góð þátttaka á Suðurnesjum

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Byggðastofnun í samvinnu við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar héldu námskeið í nýsköpunarstjórnun um s.l. helgi. Á námskeiði mættu á fjórða tug stjórnenda fyrirtækja af Suðurnesjum. Örn Daníel Jónsson, prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við Háskóla Íslands og Gylfi Einarsson hjá Fræðsluráði málmiðnaðarins voru að sögn afar ánægðir með móttökur hér á Suðurnesjum. Fram til þessa er þetta fjölmennasta námskeið sem þeir félagar hafa haldið en undanfarið hafa þeir ferðast um landið og kennt nýsköpunarstjórnun. Á námskeiðinu var farið yfir hugmyndafræði og hagnýtar aðferðir til að stjórna breytingum en mikilvægt er fyrir stjórnendur í atvinnulífinu að vera vel á verði og vera tilbúnir að takast á við breytingar í umhverfinu. Að sögn Helgu Sigrúnar á Markaðs- og atvinnumálskrifstofunni, voru þátttakendur ánægðir með inntak námskeiðsins og töldu það afar gagnlegt við stjórn og rekstur fyrirtækja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024