Góð tæki og góður mannskapur gerðu gæfumuninn
Eldur kom upp í skuttogaranum Haraldi Böðvarssyni AK sem stendur í bátaskýlinu við Skipasmíðastöðina í Njarðvík, um hálfátta leytið sl. þriðjudagsmorgunn. Engann sakaði og tjón á togaranum er lítið. Eldurinn kom upp þegar verið var að logskera og er talið víst að hitaleiðni járnsins hafi kveikt í nælonnetum í veiðafærageymslu.
Logaði í veiðafærageymslu
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór strax á vettvang ásamt lögreglu sem girti svæðið af, enda mikil hætta á ferðum. Starfsmenn voru um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp og sluppu þeir allir út ómeiddir. Einn þeirra varð var við mikinn reyk og við nánari athugun sá hann eld loga í veiðafærageymslu á millidekki í afturenda bátsins. Hann lét samstarfsmenn sína vita og reyndu þeir árangurslaust að slökkva eldinn, þar til slökkviliðið kom á staðinn.
Eldhætta mikil
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra BS kom eldurinn upp þegar verið var að logskera og er talið víst að hitaleiðni járnsins hafi kveikt í nælonnetum í veiðafærageymslu. „Geymslan er aðliggjandi vélarrúmi og lagerrými. Þarna eru einnig hólf fyrir keðjur þar sem er mikil feiti og olía og þriggja tonna olíutankur fyrir ljósavél. Eldhætta var því mikil. Í geymslunni voru m.a. tóg til að binda skipið og fleiri brennanlegum hlutum, t.d. málningadósir, þynnisbrúsar o.fl. Starfsmenn skipsins höfðu verið að vinna að endubótum í þessum hluta skipsins og var fjöldi gaskúta á víð og dreif“, segir Sigmundur um aðstæður þegar BS kom á vettvang.
Erfiðar aðstæður
Aðgengi var sérstaklega erfitt en mikill hiti var á millidekkinu. Sex reykkafarar voru sendir inn og þurftu að kafa á móti hitanum í kolsvartan reykinn. „Ljóst var að mikill eldur væri í veiðafærageymslu og aðstæður því mjög hættulegar. Uppi á aðaldekki skipsins var unnið að því að opna lúgur til að hleypa hitanum út, sem var grundvallaratriði til að komast mætti niðiur í skipið. Þess má geta að hitinn í stáldekkinu, þar sem slökkviliðsmenn gengu á, var það mikill að stígvél, slöngur og annar búnaður varð fyrir miklu hitaálagi“, segir Sigmundur og vil ítreka að þar sem unnið er með logskurðartæki komi menn sér upp föstum vinnureglum og varúðarráðstöfunum sem fyrirbyggi svona uppákomur, því þarna mátti litlu muna.
„Skemmdir eru ótrúlega litlar miðað við aðstæður en tjónið er einangrað við veiðafærageymsluna og það sem í henni var. Engar skemmdir urðu á vélum og tækjabúnaði.“
Góður tækjabúnaður og hraustur mannskapur
Margir stórbrunar hafa orðið á Suðurnesjum á skömmum tíma. Þá ber fyrst að nefna bruna á fiskverkunarhúsi við Framnesveg í Keflavík, síðan brann eyðibýlið Sandgerði við Sandgerði, Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík og nú síðast Haraldur Böðvarsson AK. Sigmundur telur það vera hreina tilviljun að þessir brunar hafi komið upp með svo stuttu millibili, en suma þeirra má rekja til íkveikju.
„Mjög góður árangur hefur náðst í öllum þessum brunum og vil ég þakka það góðum og vel þjálfuðum mannskap og nýjum búnaði slökkviliðsins. Körfubíllinn okkar átti stóran þátt í því að slökkvistarf gekk vel við Framnesveg og í Grindavík. Í Grindavík þurftum við að koma vatni upp á þriðju hæð og ég tel bílinn eiga stóran þátt í hversu slökkvistarfið gekk vel þar.“
Logaði í veiðafærageymslu
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór strax á vettvang ásamt lögreglu sem girti svæðið af, enda mikil hætta á ferðum. Starfsmenn voru um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp og sluppu þeir allir út ómeiddir. Einn þeirra varð var við mikinn reyk og við nánari athugun sá hann eld loga í veiðafærageymslu á millidekki í afturenda bátsins. Hann lét samstarfsmenn sína vita og reyndu þeir árangurslaust að slökkva eldinn, þar til slökkviliðið kom á staðinn.
Eldhætta mikil
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra BS kom eldurinn upp þegar verið var að logskera og er talið víst að hitaleiðni járnsins hafi kveikt í nælonnetum í veiðafærageymslu. „Geymslan er aðliggjandi vélarrúmi og lagerrými. Þarna eru einnig hólf fyrir keðjur þar sem er mikil feiti og olía og þriggja tonna olíutankur fyrir ljósavél. Eldhætta var því mikil. Í geymslunni voru m.a. tóg til að binda skipið og fleiri brennanlegum hlutum, t.d. málningadósir, þynnisbrúsar o.fl. Starfsmenn skipsins höfðu verið að vinna að endubótum í þessum hluta skipsins og var fjöldi gaskúta á víð og dreif“, segir Sigmundur um aðstæður þegar BS kom á vettvang.
Erfiðar aðstæður
Aðgengi var sérstaklega erfitt en mikill hiti var á millidekkinu. Sex reykkafarar voru sendir inn og þurftu að kafa á móti hitanum í kolsvartan reykinn. „Ljóst var að mikill eldur væri í veiðafærageymslu og aðstæður því mjög hættulegar. Uppi á aðaldekki skipsins var unnið að því að opna lúgur til að hleypa hitanum út, sem var grundvallaratriði til að komast mætti niðiur í skipið. Þess má geta að hitinn í stáldekkinu, þar sem slökkviliðsmenn gengu á, var það mikill að stígvél, slöngur og annar búnaður varð fyrir miklu hitaálagi“, segir Sigmundur og vil ítreka að þar sem unnið er með logskurðartæki komi menn sér upp föstum vinnureglum og varúðarráðstöfunum sem fyrirbyggi svona uppákomur, því þarna mátti litlu muna.
„Skemmdir eru ótrúlega litlar miðað við aðstæður en tjónið er einangrað við veiðafærageymsluna og það sem í henni var. Engar skemmdir urðu á vélum og tækjabúnaði.“
Góður tækjabúnaður og hraustur mannskapur
Margir stórbrunar hafa orðið á Suðurnesjum á skömmum tíma. Þá ber fyrst að nefna bruna á fiskverkunarhúsi við Framnesveg í Keflavík, síðan brann eyðibýlið Sandgerði við Sandgerði, Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík og nú síðast Haraldur Böðvarsson AK. Sigmundur telur það vera hreina tilviljun að þessir brunar hafi komið upp með svo stuttu millibili, en suma þeirra má rekja til íkveikju.
„Mjög góður árangur hefur náðst í öllum þessum brunum og vil ég þakka það góðum og vel þjálfuðum mannskap og nýjum búnaði slökkviliðsins. Körfubíllinn okkar átti stóran þátt í því að slökkvistarf gekk vel við Framnesveg og í Grindavík. Í Grindavík þurftum við að koma vatni upp á þriðju hæð og ég tel bílinn eiga stóran þátt í hversu slökkvistarfið gekk vel þar.“