Góð stemmning á söngsal
Ljúfir tónar liðu frá Söngsal FS á mánudag er nemendur og kennarar söfnuðust saman á sal og tóku lagið.
Textum var varpað á tjald þannig að allir gátu tekið undir og með nýbættu hljóðkerfi er leikur einn að tengja hljóðfæri í öfluga hátalara.
Á vef FS segir að Gunnlaugur stærðfræðikennari hafi farið hamförum á gítarinn sem aldrei fyrr og að góð stemmning hafi verið á söngsal.